Íspan

Þann 14. ágúst 1969 hóf Íspan starfsemi sína í 250 fermetra húsnæði í Skeifunni. Markmið fyrirtækisins var frá fyrsta degi að framleiða hágæða einangrunargler, og var í hvívetna leitast við að búa verksmiðjuna fullkomnustu tækjum sem völ var á. Fyrirtækið dafnaði vel í Skeifunni, og svo vel tóku iðnaðarmenn og húsbyggjendur framleiðslu Íspan að árið 1971, á vormánuðum var hafist handa við byggingu nýs verksmiðjuhúss. Skyldi fyrirhugað verksmiðjuhús rísa í Kópavogi, sem það og gerði. Á 110 dögum reis þar 2000 fermetra húsnæði sem hefur allt frá þeim tíma hýst framleiðslu og söludeild Íspan, en gegnum árin hefur verið byggt við og ýmsar aðrar breytingar gerðar á húsnæðinu til að aðlaga það breyttum tímum og aukinni starfsemi. Að Smiðjuvegi 7 hefur starfsemi fyrirtækisins styrkst, fyrirtækið vaxið og dafnað. Íspan býður viðskiptavinum sínum úrval alls er að gleri og speglum lítur. Ásamt því að framleiða og selja einangrunargler, selur Íspan öll ísetningarefni, svo sem skrúfur, ídráttar-og þéttilista, undirleggsklossa og kítti. Í verksmiðju Íspan eru einnig framleiddar, eftir óskum viðskiptavina; hillur, speglar, borðplötur og margt fleira, auk ýmiskonar sérvinnslu á gleri og speglum, eins og sandblástur, borun og fleira. Hjá Íspan starfa, að jafnaði, um það bil 30 manns í framleiðslu- og söludeild.

Íspan Framúrskarandi fyrirtæki

Þjónustusvið

Íspan leggur mikinn metnað í þjónustu við viðskiptavini sína. Meðal þjónustuþátta eru t.d. mælingar, tilboðsgerð, heimsendingar, leiga á sogskálum og öðrum búnaði til glerjunar, seljum glerísetningarefni, þéttilista, skrúfur, kítti ofl. Auk þess bjóðum við ýmsar festingar og aukahluti til uppsetninga á gleri og speglum. Við getum útvegað fagmenn til ísetninga og uppsetninga á öllu gleri og speglum. Bjóðum sérfræðiráðgjöf varðandi allt sem snýr að gleri og glerjun. Gríðarlega fjölbreytt úrval glers og spegla, einnig hert gler og öryggisgler sjá nánar í “vörur” hér á síðunni.

Íspan