Hjálpartæki

Powr-Grip 320kg

Powr-grip-glass-lifterHífingabúnaður (Power grip), 4 skálar.

Lyftigeta 320 kg. en 100 kg. með gler í láréttri stillingu.

Gangið úr skugga um að rafhlaða sé hlaðin, áður en vinna með búnaðinn hefst, skoðið gúmmí á sogskálum athugið að þau séu hrein, gætið þess einnig að glerflöturinn sem skálarnar eiga að leggjast að, sé hreinn og sléttur, ekki er ráðlegt að nota skálarnar á grófari hlið hamraðs glers. Einnig er mjög varasamt að hífa gler sem er blautt og alls ekki mælt með því.
Um það bil 6 klukkustundir tekur að fullhlaða tóma rafhlöðu tækisins, en ef hleðsla tæmist meðan notkun stendur yfir er hægt að tengja tækið beint við rafmagn og nota það þannig, best er þó að hlaða rafhlöðuna að fullu áður en notkun hefst að nýju.

Notið aldrei búnaðinn, ef minnsti grunur leikur á að hann sé ekki í fullkomnu lagi. Tilkynnið strax um skemmdir , hugsanlegar bilanir eða galla á búnaðinum og sjáið til þess að slíkir hlutir séu lagfærðir áður en búnaðurinn er notaður frekar! Búnaðurinn er alls ekki hannaður til flutnings og/eða hífinga á öðrum efnum en gleri.

 

– Merkingar um hámarkslyftigetu o.þ.h. eru á búnaðinum sjálfum !

– Notendum búnaðarins er bent á að þeir þurfa sjálfir að tryggja sig gagnvart hugsanlegu tjóni og/eða slysum sem kunna að verða við notkun hans!

– Vinsamlegast skilið tækjum hreinum eftir notkun, að öðrum kosti bætist við hreinsunargjald, skv. gjaldskrá.

Glasslift 250 Lyftibúnaður


RaudiFilinnLyftibúnaður (Glaslift 250) Rauði kraninn

Lyftigeta 250 kg. en 100 kg. Þegar tækið er í hliðarstillingu.

Gangið úr skugga um að rafhlaða sé hlaðin, áður en vinna með búnaðinn hefst, skoðið gúmmí á sogskálum athugið að þau séu hrein, gætið þess einnig að glerflöturinn sem skálarnar eiga að leggjast að, sé hreinn og sléttur, ekki er ráðlegt að nota skálarnar á grófari hlið hamraðs glers. Einnig er mjög varasamt að hífa gler sem er blautt og alls ekki mælt með því.
Um það bil 12 klukkustundir tekur að fullhlaða tóma rafhlöðu tækisins, en ef hleðsla tæmist meðan notkun stendur yfir er hægt að tengja tækið beint við rafmagn og nota það þannig, best er þó að hlaða rafhlöðuna að fullu áður en notkun hefst að nýju. Ágætt að setja tækið í hleðslu alltaf þegar hlé verður á notkun.

Notið aldrei búnaðinn, ef minnsti grunur leikur á að hann sé ekki í fullkomnu lagi. Tilkynnið strax um skemmdir , hugsanlegar bilanir eða galla á búnaðinum og sjáið til þess að slíkir hlutir séu lagfærðir áður en búnaðurinn er notaður frekar! Búnaðurinn er alls ekki hannaður til flutnings og/eða hífinga á öðrum efnum en gleri.

– Merkingar um hámarkslyftigetu o.þ.h. eru á búnaðinum sjálfum !

– Notendum búnaðarins er bent á að þeir þurfa sjálfir að tryggja sig gagnvart hugsanlegu tjóni og/eða slysum sem kunna að verða við notkun hans!

– Vinsamlegast skilið tækjum hreinum eftir notkun, að öðrum kosti bætist við hreinsunargjald, skv. gjaldskrá.

Handskálar og klemmur

– Merkingar um hámarkslyftigetu o.þ.h. eru á búnaðinum sjálfum !

– Notendum búnaðarins er bent á að þeir þurfa sjálfir að tryggja sig gagnvart hugsanlegu tjóni og/eða slysum sem kunna að verða við notkun hans!

– Vinsamlegast skilið tækjum hreinum eftir notkun, að öðrum kosti bætist við hreinsunargjald, skv. gjaldskrá.

handskalarSogskálar handfang m/3 skálar (par í tösku).

Lyftigeta 100 kg.
Áður en vinna með búnaðinn hefst, skoðið gúmmí á sogskálum athugið að þau séu hrein, gætið þess einnig að glerflöturinn sem skálarnar eiga að leggjast að, sé hreinn og sléttur, ekki er ráðlegt að nota skálarnar á grófari hlið hamraðs glers. Einnig er mjög varasamt að festa sogskálar á gler sem er blautt og alls ekki mælt með því.

glerklemmaGlerklemmur (par).
Lyftigeta 150 kg.
Áður en vinna með búnaðinn hefst, skoðið gúmmí á klemmum athugið að þau séu hrein, gætið þess einnig að glerflöturinn, sé hreinn og sléttur, mjög varasamt að nota klemmurnar til að bera gler sem er blautt og alls ekki mælt með því.

sogskalmedhjolumHjól með sogskálum (par).
Notað til að „renna“ þungum rúðum eftir sléttu gólfi eða öðrum sléttum flötum, áður en vinna með búnaðinn hefst, skoðið gúmmí á sogskálum athugið að þau séu hrein, gætið þess einnig að glerflöturinn sem skálarnar eiga að leggjast að, sé hreinn og sléttur.