Einangrunargler

Climaplus, er ný tegund einangrunarglers sem við notum nú í stað hins svonefnda K-glers, en ástæða þess að K-gler hefur fram til þessa verið kallað K-gler, er sú að „K“ er hluti mælieingarinnar sem notuð er til að mæla hitatap gegnum glerflöt, og hefur glerið þess vegna verið nefnt K-gler, með vísan í nefnda mælieiningu. Þetta heiti hefur þess vegna orðið með tímanum einskonar samheiti yfir einangrunargler.

Climaplus er ein albesta tegund einangrunarglers, sem völ er á í dag, hefur hámarks einangrunargildi auk þess að vera mun síður viðkvæmt fyrir varmaspennu, heldur en eldri gerðir svonefnds K-glers.

Climaplus hleypir inn sólarorkunni og birtunni en minnkar hitatapið út um glerflötinn. Climaplus getur því lækkað hitakostnaðinn verulega.

Tæknilegar upplýsingar

Mælieiningin U-gildi = 2,0  W/m2 K (K-gildi) er notuð til þess að mæla þá orku sem tapast út um rúðuna á hvern m². Því lægra sem gildið er, þeim mun minna er hitatapið út um rúðuna.

ATH. Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998 skal nota einangrunargler með U-gildið 2,0 w/m² eða lægra í íbúðarhúsnæði og annað fullhitað húsnæði þar sem fólk dvelst að staðaldri.

Climaplus gler er húðað með sérstakri húð, sem endurkastar hitanum aftur inn í húsnæðið. Einfalt hefur það U-gildið 1,6 w/m², sem er einhver albesta einangrun sem völ er á. Til samanburðar hefur venjulegt flotgler U-gildið 2,9 w/m².

Tvöfalt hefur það U-gildið 1,4. Hægt er að lækka U-gildið enn frekar með því að fylla loftrúm rúðunnar með argon gasi í stað lofts, þá er U-gildið 1,1.

Yfirleitt er talað um tvöfalt gler þegar um einangrunargler er að ræða en einnig er hægt að nota þrefalt gler. Með þreföldu gleri (venjulegu flotgleri) næst þá U-gildið 1,9  w/m² en hægt er að lækka þá tölu verulega ef notað er Climaplus-gler og það argon gasfyllt. Með þreföldu gleri næst einnig mjög góð hljóðeinagrun.

Magn hita sem streymir inn í gegnum 4mm Climaplus gler er 74% (SF%)
Magn birtu sem streymir inn í gegnum 4mm Climaplus gler er 79% (LT%)

Þykktir

mm

Tegund U-gildi

W/m2 K

UV

%

LT

%

LR

%

DET

%

ER

%

EA

%

SF

%

RW

db

RA tr

db

Þyngd

Kg m2

2 glært
3 glært
4 glært 5,8 62 90 8 84 8 8 86 30 26 10
6 glært 5,7 56 89 8 81 7 12 84 31 28 15
8 glært 5,7 51 88 8 78 7 15 82 32 30 20
10 glært 5,6 47 87 8 75 7 18 80 34 31 25
12 glært 5,6 44 86 8 72 7 21 78 35 32 30
15 glært 5,5 39 83 8 61 6 33 70 37,5
19 glært 5,4 35 81 7 56 6 38 66 47,5
4 K-gler 3,8 45 82 11 70 11 19 73 30 26 10
6 K-gler 3,7 41 81 11 68 10 22 71 31 28 15
6 reyklitað 5,7 15 51 6 50 5 45 62 31 28 15
6 grátt 5,7 17 44 5 46 5 49 59 31 28 15
6 grænt 5,7 16 73 7 44 5 51 57 31 28 15

Skammstafanir

U-gildi W/m2K
Hitatapsstuðull. MAgn hita mælt í wöttum sem tapast á 60 mínútum í gegnum einn fermetra af gleri þegar hitamismunur innan og utan glers er 1° Kelvin.

UV% (Ultra violet)
Útfjólubláir geislar. Hlutfall útfjólublárra geisla sem berast gegnum glerið.

LT% (Light transmission)
Flæði ljóss. Hlutfall ljóss sem berst gegnum gler.

LR% (Light reflection)
Endurkast ljóss. Hlutfall ljóss sem kastast af gleri.

DET% (Direct energy transmission)
Beint orkuflæði. Hlutfall sólarorku sem berst í gegnum gler.

ER% (Energy reflection)
Endurkast orku. Hlutfall sólarorku sem kastast af gleri.

EA% (Energy absorption)
,,Orkusog”. Hlutfall sólarorku sem gler sýgur í sig.

SF% (Solar factor)
Sólarstuðull. Hlutfall heildarorkuflæðis sem berst í gegnum gler. Orka sem fer í gegn og orka sem gler sýgur í sig.

RWdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Hljóðeinangrun á venjulegum heimilishljóðum.

RA trdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Sama og RWdB en meira tillit er tekið til umferðarhávaða.