Hert gler er tilvalið til notkunar við aðstæður, þar sem nauðsynlegt er að gler hafi mikinn styrkleika. Hert gler er einnig mjög gott að nota þar sem hitabreytingar eru miklar. Við sumar aðstæður gæti verið hentugra að nota samlímt gler eða jafnvel hert samlímt gler. Sölumenn okkar í Íspan veita alla þá ráðgjöf sem á þarf að halda um hvort velja skuli hert gler eða aðra tegund glers.

Hert gler er mjög höggþolið og u.þ.b fimm sinnum sterkara en venjulegt flotgler af sömu þykkt.

Til að herða gler er það meðhöndlað á þann hátt að glerskífan er hituð yfir 600°C og er svo snögglega kæld niður. Með því að meðhöndla glerið á þennan hátt er yfirborð glersins stanslaust í eins konar samþjöppun og undir yfirborðinu er mikil innri þennsla sem gerir það að verkum að glerið sjálft verður fimm sinnum sterkara en fyrir meðhöndlunina. Jafnframt gerir meðhöndlunin það að verkum að ef glerið brotnar, gerist það með miklum krafti og glerið brotnar mjög smátt sem dregur úr slysahættu en getur á sumum stöðum t.d. í svalahandriði verið hættulegt, þar sem við brot hverfur tilætluð vörn. Í þessum tilvikum væri ráð að skoða samlímt gler eða samlímt hert gler.Almennt séð er hægt að herða allt gler sem hefur slétt yfirborð, en mikilvægt er að vera meðvitaður um það að ef glerið á að meðhöndla á einhvern annan hátt, t.d. bora í það göt eða sandblása það , verður að gera það áður en glerið er hert.

Hert gler hefur verið og er ennþá mjög vinsælt í t.d. handrið, milliveggi, glerhurðir og annað þess háttar en við hjá Íspan bjóðum einnig upp á emalerað hert gler. Emalerað hert gler er meðhöndlað á sama hátt og annað hert gler en önnur hlið þess er þakin málningu sem sett er á þegar glerið er hitað og hert. Emalerað hert gler hefur alla sömu eiginleika og annað hert gler og er spennandi valkostur sem gott er að hafa í huga bæði utanhúss og innan.

Við hjá Íspan höfum unnið með hert gler og selt það í meira en 40 ár og erum sífellt að bæta við okkur meiri þekkingu á hertu gleri og nýjungum á því sviði. Við mælum hiklaust með hertu gleri í hvers kyns byggingar hvort sem um ræðir klæðningar utanhúss, handrið, glerhurðir eða einfaldlega til skreytinga. Möguleikarnir eru endalausir og takmarkast eingöngu við ímyndunaraflið og við hjá Íspan erum ávallt tilbúin að taka þátt í spennandi verkefnum þegar gler er annars vegar.