Lakkað gler er mikið notað til veggjaklæðninga, til dæmis milli skápa í eldhúsum, sem veggklæðning í sturtuklefum og margt fleira, einnig er lakkað gler tilvalið til að nota í tússtöflur.
Lakkað gler hefur, auk þess, verið notað til að klæða innréttingar, hurðir og margt fleira.
Við eigum til á lager 6 mm þykkt svartlakkað gler, hvítlakkað gler og hvítlakkað extraglært gler, en auk þess getum við lakkað gler í hvaða lit sem er. Bjóðum einnig mismunandi glerþykktir til lökkunar.
Einnig er töluvert um að við sandblásum texta og fleira í lakkað gler.
Hér er eiginlega bara spurning um að láta hugmyndaflugið ráða, og ráðfæra sig við sölumenn okkar.