Sandblásið gler

Sandblásið gler er gler sem búið er að blása með sérstökum sandi á aðra hliðina. Hægt er að láta sandblása alla rúðuna / spegilinn eða eingöngu hluta. Einnig er hægt að láta sandblása mynstur eða texta eftir pöntunum. Þannig er hægt að nýta sandblásið gler á ýmsum stöðum og hefur það afar fjölbreytt notagildi.

Sífellt færist í vöxt að speglar séu sandblásnir, ýmist til skreytinga eða til að koma fyrir lýsingu að baki, verið velkomin í sýningarsal okkar til að kynna ykkur margvíslegar hugmyndir í þeim efnum.

Sandblásið gler hefur matta áferð og er ógagnsætt.

Við tökum einnig að okkur að sandblása hina ýmsu glerhluti, t.d. flöskur, blómavasa, kertastjaka og margt fleira. Hafið samband við sölumenn okkar og kynnið ykkur möguleikana.