Speglar eru mikið notaðir og geta breytt rými heilmikið. Spegla er m.a. hægt að nota til þess að stækka rými þar sem þeir veita þá tálsýn að rými virðist stærra en það í raun er. Speglar hafa einnig hagnýtt gildi því flestir vilja spegla sig öðru hvoru.

Bjóðum uppá margskonar lausnir varðandi lýsingu í og á spegla.

Hægt er að sandblása spegla og skreyta þá með ýmsu mynstri, eða sandblása fyrir baklýsingu.

Öryggisspeglar eru einning til á lager. Þeir eru samlímdir með filmu, eins og samlímt öryggisgler, sem kemur í veg fyrir að glerbrot falli niður ef spegill brotnar.

Hægt er að fá spegla í ýmsum formum og stærðum. Það er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða og hafa samband við sölumenn okkar.

Eftirlitsspeglar

Eftirlitsspeglar til á lager. Frábær lausn til að bæta yfirsýn og auka öryggi.

Tilvalið fyrir verslanir, bílaverkstæði, bílastæðahús, skoðunarstöðvar, veitingastaði ofl.