
Einangrunargler
Við bjóðum tvöfalt og þrefalt einangrunargler í gamlar og nýjar byggingar, allt framleitt samkvæmt ýtrustu kröfum um gæði og endingu, CE-vottað.
Sólvarnargler, öryggisgler, eldvarnargler, hamrað gler, litað gler, hert gler og margt fleira.

Hert gler
Hert gler er valið til notkunar við aðstæður, þar sem nauðsynlegt er að gler hafi mikinn styrkleika. Hert gler er einnig mjög gott að nota þar sem hitabreytingar eru miklar. Hert gler er mjög höggþolið og u.þ.b fimm sinnum sterkara en venjulegt flotgler af sömu þykkt.
Skoða nánarLakkað gler
Lakkað gler er hægt að nota sem klæðningu á milli skápa í eldhúsum, á sturtuklefum, innréttingum, hurðum, á tússtöflur og margt fleira. Hægt er að fá lakkað gler í hvaða lit sem er.
Skoða nánarSkoðaðu úrvalið
Komdu í sýningarsal okkar eða skoðaðu á www.ispan.is
Við mælum
Við komum á staðinn og mælum ef þess er óskað.
Glerið heim að dyrum
Sendum vörurnar heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu