CE Vottun

Vottunarkröfur:

Í ákvæðum reglugerða kemur fram að byggingarvörur á markaði skuli, allt eftir atvikum, vera CE-merktar eða hafa vottun eða umsögn um að þær uppfylli kröfur byggingareglugerðar , standist staðla og falli að verklagi og séríslenskum aðstæðum. Eru þetta höfuðforsendur fyrir markaðssetningu byggingarvöru hér á landi.

CE-merking byggingarvöru

Í aðild Íslands að evrópsku staðlasamtökunum (CEN) felst að allir Evrópustaðlar, þ.e. EN-staðlar, taka gildi hér á landi sem ÍST EN-staðlar. En óheimilt er lögum samkvæmt að hafa vöru á markaði hérlendis, nema hún sé CE-merkt, þ.e. eftir tiltekna auglýsta dagsetningu, sbr. byggingarvörutilskipun ESB og RVB. Í stöðlum af þessu tagi eru kröfur um prófanir og samfellt gæðaeftirlit með framleiðslu vörunnar.Vottun samræmis vöru við samhæfðan staðal, þ.e. til CE-merkingar, krefst vottunaraðila sem er sérstaklega “tilnefndur” og þar með viðurkenndur til slíkrar vottunar innan ESB. CE-merkt byggingarvara skal skv. RVB fullnægja íslenskum reglugerðarákvæðum, sem fela m.a. í sér að hún henti fyrirhugaðri notkun hérlendis með tilliti til veðráttu og annarra séríslenskra atriða.

Gæðamerkið “CE”CE-merkið á byggingarvöru er gæðamerki í þeim skilningi að það á að vera trygging fyrir því að umrædd vara hafi þá eiginleika sem framleiðandi hennar lýsir yfir að hún hafi. Slíkt gerir hann með útgáfu svonefndrar CE-samræmisyfirlýsingar ásamt meðfylgjandi upplýsingum um þá eiginleika vörunnar, sem staðallinn tilgreinir að gefa skuli upp.

Gæðastaðlar Íspan ehf,

Nú höfum við hjá, Íspan ehf, Smiðjuvegi 7 í Kópavogi, fengið heimild til CE-merkingar framleiðslu okkar, en undir það fellur meðal annars allt tvöfalt einangrunargler sem framleitt er í verksmiðju okkar, en heimild til CE merkingar, krefst vottunaraðila sem er sérstaklega “tilnefndur” og hefur þar með viðurkenningu til slíkrar vottunar innan ESB. Okkar vottunaraðili er British Standard, (BSi) og er sá aðili viðurkenndur sem slíkur innan ESB.

Nú er ljóst að CE vottun framleiðslu okkar, verður til þess að tryggja enn frekar gæði og öryggi framleiðslunnar, og markmið okkar er að vottunin tryggi viðskiptavinum okkar eingöngu fyrsta flokks vöru, en allt ferli framleiðslunnar er undir samræmdu eftirliti, auk þess fara fram prófanir á framleiðslunni samkvæmt reglugerðum og ÍST EN stöðlum.

CE_samraemisyfirlysing

 Ispan-logo-01