Flutningsupplýsingar

Íspan býður viðskiptavinum sínum uppá heimsendingu, gegn gjaldi.

Við bjóðum heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðið en einnig eru ferðir einu sinni í viku á Suðurnesin og á Akranes.

Panta þarf akstur með sólarhrings fyrirvara. Vinsamlega hafið samband við gjaldkera eða sölumenn varðandi nánari upplýsingar, og pantanir. Sími: 54 54 300

 

Eftirfarandi upplýsingar eru til hagræðingar fyrir viðskiptavini, vinsamlegast kynnið ykkur þær vel:

Pöntun tilbúin: Rétt er að benda á að við látum viðskiptavini vita um leið og pöntun er tilbúin til afgreiðslu, ekki ætti að þurfa að koma eða hringja áður ef slík tilkynning hefur borist viðskiptavini. Ef áætlaður afhendingardagur er liðinn og tilkynning hefur ekki borist, er þó rétt að hafa samband til öryggis.

Þegar sækja á gler til okkar: Gjaldkeri afhendir afgreiðsluseðil sem farið er með í afgreiðslu til að hægt sé að finna og afhenda glerið. Ef um er að ræða stærri pantanir er mikilvægt að hafa samband með fyrirvara til að hægt sé að undirbúa afgreiðsluna, til dæmis ef setja á gler á flutningsrekka, eða til að hafa pöntunina tilbúna þegar viðkomandi kemur til að sækja hana.

Flutningsrekkar: Við lánum og leigjum flutningsrekka, í mismunandi stærðum, til að flytja gler. Nauðsynlegt er að velja rekka sem rúmar viðkomandi pöntun, auk þess ber að hafa í huga að rekkinn komist í eða á bílinn sem ætlað er að flytja hann í.

Afhendingarstaður: Mikilvægt er að Íspan fái upplýsingar sem allra fyrst í pöntunarferlinu ef pöntun á að sendast á fleiri en einn stað svo hægt sé að gera tilheyrandi ráðstafanir við flokkun glersins við afgreiðsluna.

Leigutæki: Við leigjum út ýmsan búnað til glerísetningar, t.d. hýfingabúnað, áðurnefnda rekka ofl. Allt slíkt þarf að panta með fyrirvara til að tryggja að búnaðurinn sé til staðar.

Heimsendingar: Við bjóðum viðskiptavinum uppá heimsendingu, með okkar bílum, á höfuðborgarsvæðinu alla virka daga auk þess einu sinni í viku á Suðurnes og Akranes. Verð fyrir hverja sendingu er Kr.7,800,-m/VSK. Fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni sendum við pantanir á flutningastöðvar í Reykjavík. Pökkun eða frágangur sendinga út á land auk aksturs á flutningastöð kostar kr. 3,700,- m/VSK. og þurfa viðskiptavinir þá sjálfir að greiða flutningskostnað hjá flutningsaðilum, auk þess að kosta sendingu á flutningsrekkum til baka til Íspan ehf.

Móttaka glers á afhendingarstað: Við vekjum athygli á að á bílum okkar er einungis einn maður og því er nauðsynlegt að viðskiptavinir geri ráðstafanir til að einhver / einhverjir séu til að taka á móti sendingum á afhendingarstað. Einnig skal tekið fram að meginreglan er sú að bílstjóri afhendir vöruna við dyrnar, ef svo má segja. Ekki er gert ráð fyrir að hann beri vörur um langan veg hvorki utan- né innanhúss.