Glerflutningsrekkar

Burðargeta er mismunandi eftir stærð rekka, en er allt að 1,500 kg.

Rekkar eru fáanlegir í mörgum mismunandi stærðum og gerðum, en algengastar eru þrjár stærðir í eftirfarandi málum:

  1. Lengd 2000mm X breidd 1000mm X hæð 2200mm
  2. Lengd 1200mm X breidd 800mm X hæð 1500mm
  3. Lengd 1200mm X breidd 800mm X hæð 1250mm

Þegar gengið er frá gleri á rekka til flutnings, er mikilvægt að tryggja að glerinu sé raðað eftir stærð, eins og því verður við komið, einnig ber að tryggja að slár séu vel festar og vandlega gengið frá á allan hátt. Gætið að því að ekki séu óhreinindi, glerbrot eða annað á flötum sem gler leggst að á rekkanum, einnig að slár séu óskemmdar og alltaf tryggilega festar.

Notendum búnaðarins er bent á að þeir þurfa sjálfir að tryggja sig gagnvart hugsanlegu tjóni og/eða slysum sem kunna að verða við notkun hans!

Vinsamlegast skilið tækjum hreinum eftir notkun, að öðrum kosti bætist við hreinsunargjald, skv. gjaldskrá.

 

Stór rekki

Lítill rekki

Palletturekki