Upplýsingar um mælingar

Máltaka
Eftirfarandi eru leiðbeinandi upplýsingar varðandi máltöku á gleri í glugga.

– Ljósmál er átt við mál þess hluta rúðunnar sem sést, eða á milli pósta eða karma (sjá skýringamyndir nr.2  og 6). Til að fá rétt mál glersins þarf að bæta við ljósmálið þeim hluta glersins sem gengur inn í fals gluggans. Tiltölulega auðvelt er að taka ljósmál, til að mynda þegar leitað er eftir verðum á gleri er nægjanlegt að gefa upp ljósmál til að mögulegt sé að reikna verð. Einnig er auðveldara að taka ljósmál ef mæla þarf rúðu sem erfitt er að komast að utanfrá, til dæmis í mikilli hæð.
Falsmál er oft kallað stíft mál og þá er átt við mál gluggans, og er þá mælt út fyrir glerlista (sjá skýringamyndir nr.3 og 4) en til að fá rétt mál glers þarf að draga nokkra millimetra frá falsmáli, til þess að glerið komist fyrir í glugganum. Í okkar framleiðslu er unnið samkvæmt þeirri reglu að þegar um er að ræða fasta glugga eru dregnir 8mm frá falsmáli og er þannig fengið endanlegt mál rúðunnar, en í opnanlegum fögum eru dregnir 6mm frá falsmáli til að fá endanlegt mál rúðunnar.
– Glermál eða skurðarmál er endanlegt mál glersins (sjá skýringamyndir nr.1 og 5), en þá er glerið sjálft mælt nákvæmlega.

Vekjum athygli á því að við hjá Íspan bjóðum einnig upp á mælingu og uppsetningu.

ispan7

Mynd 1. Mæling glermáls skurðarmáls.

ispan8

Mynd 2. Mæling ljósmáls (sá hluti rúðu sem er sjáanlegur milli pósta og karma).

ispan9

Mynd 3. Mæling falsmáls (Stíft mál) glugga.

ispan10

Mynd 4. Mæling falsmáls (stíft mál) glugga.

ispan11

Mynd 5. Mæling glermáls skurðarmáls.

ispan12

Mynd 6. Mæling ljósmáls