Clarvista™ Gler

Glerið sem þú velur í sturtuklefann þinn hefur sitt að segja um heildarmynd baðherbergins

CLARVISTA – gler býr yfir þeim eiginleikum að vera með áfastri þynnu sem lokar yfirborði glersins og myndar varnarhjúp. Húðin er nógu sterkur til að þola það háa hitastig sem þarf til að herða gler til notkunar í sturtuklefa.

Gerðar hafa verið hita- og rakaprófanir á CLARVISTA glerinu, umfram hefðbundin skilyrði sem sturtugler þarf að standast. Glerið þoldi 1000 stunda stíft álagspróf af völdum hita og raka við tæringarstig, til samanburðar þoldi venjulegt óvarið gler 175 stundir þar til var farið að sjást merki um tæringu. Tæring á greiða leið að óvörðu venjulegu gleri og jafnvel því varða gleri sem er markaðsráðandi vestanhafs. Hún veldur því að með tímanum fellur á sturtuglerið.

Kristaltærir eiginleikar CLARVISTA glersins lýsa sér í mótstöðu gegn tæringu af völdum gufu, raka og efnasambanda sem finna má í mörgum hreinsiefnum á heimilum.

Með venjulegum þrifum heldur sturtuglerið þessum eiginleikum sínum lengur.

Clarvista sturtugler

Þrif og umgengni:

Eftirfarandi er gott að hafa í huga til að halda glerinu hreinu og fallegu um ókomin ár:

–          Notið einungis milda sápu eða mildan glerhreinsilög til að hreinsa glerið

–          Notið mjúka klúta og, eða svampa

–          Alls ekki nota sterk baðhreinsiefni, ræstikrem eða önnur slík efni

–          Forðist að nudda glerið mikið meðan hreinsiefni eru á því, til að forðast rispur

–          Skolið glerið mjög vel eftir að hreinsiefni hafa verið notuð á það

–          Þurrkið eða skolið, óhreinindi af glerinu áður en það þornar

–          Notið aldrei sköfur eða önnur málmáhöld á glerið

 

Ábending: Mælt er með gúmmísköfu til glerhreinsunar, best er að skafa glerið meðan það er enn blautt eftir baðferðina, það er fljótlegasta, einfaldasta og besta leiðin til að halda glerinu hreinu og fallegu.