Einangrunargler

Planitherm XN er ein besta tegund einangrunarglers sem völ er á í dag. Glerið gefur bjartara rými og betra útsýni ásamt því að draga verulega úr hitatapi.

Glerið er sérstaklega hannað fyrir norrænar slóðir og hentar því einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður.

Allar helstu upplýsingar má finna í eftirfarandi bæklingi:

Planitherm XN

Tæknilegar upplýsingar

Mælieiningin U-gildi = 2,0  W/m2 K (K-gildi) er notuð til þess að mæla þá orku sem tapast út um rúðuna á hvern m². Því lægra sem gildið er þeim mun minna er hitatapið út um rúðuna.

ATH. Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998 skal nota einangrunargler með U-gildið 2,0 w/m² eða lægra í íbúðarhúsnæði og annað fullhitað húsnæði þar sem fólk dvelst að staðaldri.

Planitherm XN gler er húðað með sérstakri húð sem endurkastar hitanum aftur inn í húsnæðið. Einfalt hefur það U-gildið 1,6 w/m², sem er besta einangrun sem völ er á. Til samanburðar hefur venjulegt flotgler U-gildið 2,9 w/m².

Tvöfalt hefur það U-gildið 1,4. Hægt er að lækka U-gildið enn frekar með því að fylla loftrúm rúðunnar með argon gasi í stað lofts, þá er U-gildið 1,1.

Yfirleitt er talað um tvöfalt gler þegar um einangrunargler er að ræða en einnig er hægt að nota þrefalt gler. Með þreföldu gleri (venjulegu flotgleri) næst þá U-gildið 1,9  w/m² en hægt er að lækka þá tölu verulega ef notað er Planitherm XN-gler og það argon gasfyllt. Með þreföldu gleri næst einnig mjög góð hljóðeinagrun.

Magn hita sem streymir inn í gegnum 4mm Planitherm XN gler er 74% (SF%)
Magn birtu sem streymir inn í gegnum 4mm Planitherm XN gler er 79% (LT%)

Þykktir

mm

Tegund U-gildi

W/m2 K

UV

%

LT

%

LR

%

DET

%

ER

%

EA

%

SF

%

RW

db

RA tr

db

Þyngd

Kg m2

2 glært
3 glært
4 glært 5,8 62 90 8 84 8 8 86 30 26 10
6 glært 5,7 56 89 8 81 7 12 84 31 28 15
8 glært 5,7 51 88 8 78 7 15 82 32 30 20
10 glært 5,6 47 87 8 75 7 18 80 34 31 25
12 glært 5,6 44 86 8 72 7 21 78 35 32 30
15 glært 5,5 39 83 8 61 6 33 70 37,5
19 glært 5,4 35 81 7 56 6 38 66 47,5
4 K-gler 3,8 45 82 11 70 11 19 73 30 26 10
6 K-gler 3,7 41 81 11 68 10 22 71 31 28 15
6 reyklitað 5,7 15 51 6 50 5 45 62 31 28 15
6 grátt 5,7 17 44 5 46 5 49 59 31 28 15
6 grænt 5,7 16 73 7 44 5 51 57 31 28 15

Skammstafanir

U-gildi W/m2K
Hitatapsstuðull. Magn hita mælt í wöttum sem tapast á 60 mínútum í gegnum einn fermetra af gleri þegar hitamismunur innan og utan glers er 1° Kelvin.

UV% (Ultra violet)
Útfjólubláir geislar. Hlutfall útfjólublárra geisla sem berast gegnum glerið.

LT% (Light transmission)
Flæði ljóss. Hlutfall ljóss sem berst gegnum gler.

LR% (Light reflection)
Endurkast ljóss. Hlutfall ljóss sem kastast af gleri.

DET% (Direct energy transmission)
Beint orkuflæði. Hlutfall sólarorku sem berst í gegnum gler.

ER% (Energy reflection)
Endurkast orku. Hlutfall sólarorku sem kastast af gleri.

EA% (Energy absorption)
,,Orkusog”. Hlutfall sólarorku sem gler sýgur í sig.

SF% (Solar factor)
Sólarstuðull. Hlutfall heildarorkuflæðis sem berst í gegnum gler. Orka sem fer í gegn og orka sem gler sýgur í sig.

RWdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Hljóðeinangrun á venjulegum heimilishljóðum.

RA trdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Sama og RWdB en meira tillit er tekið til umferðarhávaða.