Einfalt gler er oftast glært gler en það er þó hægt að fá það í litum. (sjá litað gler).
Einfalt gler hefur ýmislegt notagildi bæði innan- og utanhúss í heimahúsum, skrifstofum, verslunum, hótelum, veitingastöðum o.fl.
Hægt er að sérsmíða ýmislegt úr gleri t.d. hurðir, hillur , fiskabúr, handrið, sturtuklefa o.fl. (sjá sérsmíðað gler).
Glerið sem notað er í glerhurðir og annað þar sem styrkleikinn þarf að vera mikill, er hert til að auka styrkleika (sjá hert gler).
Sandblásið gler hefur verið vinsæll kostur í hurðum, handriðum eða sturtuklefum, til að hindra útsýni eða mynda mynstur. Einnig er hægt að fá sýruunnið gler, það er fíngerðara en sandblásið og auðveldara er að þrífa það (sjá sandblásið / sýruþvegið gler).
Einfalt gler er í nær öllum tilvikum flotgler en við getum boðið upp á véldregið gler til notkunar við endurbyggingu á gömlum húsum. Með því að velja véldregið gler er hægt að viðhalda gamaldags útliti húsa, þar sem útlitið á því er öðruvísi en á flotgleri. Hægt er að tvöfalda véldregið gler.

Magn hita sem streymir í gegnum 4mm glært gler er 86% (SF%)
Magn birtu sem streymir í gegnum 4mm glært gler er 90% (LT%)

Tæknilegar upplýsingar

Þykktir
mm
Tegund U-gildi
W/m2 K
UV
%
LT
%
LR
%
DET
%
ER
%
EA
%
SF
%
RW
db
RA tr
db
Þyngd
Kg m2
2 glært
3 glært
4 glært 5,8 62 90 8 84 8 8 86 30 26 10
6 glært 5,7 56 89 8 81 7 12 84 31 28 15
8 glært 5,7 51 88 8 78 7 15 82 32 30 20
10 glært 5,6 47 87 8 75 7 18 80 34 31 25
12 glært 5,6 44 86 8 72 7 21 78 35 32 30
15 glært 5,5 39 83 8 61 6 33 70 37,5
19 glært 5,4 35 81 7 56 6 38 66 47,5
4 K-gler 3,8 45 82 11 70 11 19 73 30 26 10
6 K-gler 3,7 41 81 11 68 10 22 71 31 28 15
6 reyklitað 5,7 15 51 6 50 5 45 62 31 28 15
6 grátt 5,7 17 44 5 46 5 49 59 31 28 15
6 grænt 5,7 16 73 7 44 5 51 57 31 28 15

 

Skammstafanir

U-gildi W/m2K
Hitatapsstuðull. MAgn hita mælt í wöttum sem tapast á 60 mínútum í gegnum einn fermetra af gleri þegar hitamismunur innan og utan glers er 1° Kelvin.

UV% (Ultra violet)
Útfjólubláir geislar. Hlutfall útfjólublárra geisla sem berast gegnum glerið.

LT% (Light transmission)
Flæði ljóss. Hlutfall ljóss sem berst gegnum gler.

LR% (Light reflection)
Endurkast ljóss. Hlutfall ljóss sem kastast af gleri.

DET% (Direct energy transmission)
Beint orkuflæði. Hlutfall sólarorku sem berst í gegnum gler.

ER% (Energy reflection)
Endurkast orku. Hlutfall sólarorku sem kastast af gleri.

EA% (Energy absorption)
,,Orkusog”. Hlutfall sólarorku sem gler sýgur í sig.

SF% (Solar factor)
Sólarstuðull. Hlutfall heildarorkuflæðis sem berst í gegnum gler. Orka sem fer í gegn og orka sem gler sýgur í sig.

RWdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Hljóðeinangrun á venjulegum heimilishljóðum.

RA trdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Sama og RWdB en meira tillit er tekið til umferðarhávaða.