Einfalt gler er oftast glært gler en það er þó hægt að fá það í litum. (sjá litað gler). Það hefur ýmis notagildi bæði innan- og utanhúss, í heimahúsum, skrifstofum, verslunum, hótelum, veitingastöðum o.fl.

Hægt er að sérsmíða ýmislegt úr gleri t.d. borð, hillur og margt fleira. (sjá sérsmíðað gler).

Glerið sem notað er í glerhurðir og annað þar sem styrkleikinn þarf að vera mikill, er hert til að auka styrkleika (sjá hert gler).

Sandblásið gler hefur verið vinsæll kostur til að hindra útsýni eða mynda mynstur. Einnig er hægt að fá sýruunnið gler, það er fíngerðara en sandblásið og auðveldara er að þrífa það (sjá sandblásið / sýruþvegið gler).

Einfalt gler er í nær öllum tilvikum flotgler en við getum boðið upp á véldregið gler til notkunar við endurbyggingu á gömlum húsum. Með því að velja véldregið gler er hægt að viðhalda gamaldags útliti húsa, þar sem útlitið á því er öðruvísi en á flotgleri. Hægt er að tvöfalda véldregið gler.

Magn hita sem streymir í gegnum 4mm glært gler er 86% (SF%)
Magn birtu sem streymir í gegnum 4mm glært gler er 90% (LT%)

Tæknilegar upplýsingar

Þykktir
mm
Tegund U-gildi
W/m2 K
UV
%
LT
%
LR
%
DET
%
ER
%
EA
%
SF
%
RW
db
RA tr
db
Þyngd
Kg m2
2 glært
3 glært
4 glært 5,8 62 90 8 84 8 8 86 30 26 10
6 glært 5,7 56 89 8 81 7 12 84 31 28 15
8 glært 5,7 51 88 8 78 7 15 82 32 30 20
10 glært 5,6 47 87 8 75 7 18 80 34 31 25
12 glært 5,6 44 86 8 72 7 21 78 35 32 30
15 glært 5,5 39 83 8 61 6 33 70 37,5
19 glært 5,4 35 81 7 56 6 38 66 47,5
4 K-gler 3,8 45 82 11 70 11 19 73 30 26 10
6 K-gler 3,7 41 81 11 68 10 22 71 31 28 15
6 reyklitað 5,7 15 51 6 50 5 45 62 31 28 15
6 grátt 5,7 17 44 5 46 5 49 59 31 28 15
6 grænt 5,7 16 73 7 44 5 51 57 31 28 15

 

Skammstafanir

U-gildi W/m2K
Hitatapsstuðull. MAgn hita mælt í wöttum sem tapast á 60 mínútum í gegnum einn fermetra af gleri þegar hitamismunur innan og utan glers er 1° Kelvin.

UV% (Ultra violet)
Útfjólubláir geislar. Hlutfall útfjólublárra geisla sem berast gegnum glerið.

LT% (Light transmission)
Flæði ljóss. Hlutfall ljóss sem berst gegnum gler.

LR% (Light reflection)
Endurkast ljóss. Hlutfall ljóss sem kastast af gleri.

DET% (Direct energy transmission)
Beint orkuflæði. Hlutfall sólarorku sem berst í gegnum gler.

ER% (Energy reflection)
Endurkast orku. Hlutfall sólarorku sem kastast af gleri.

EA% (Energy absorption)
,,Orkusog”. Hlutfall sólarorku sem gler sýgur í sig.

SF% (Solar factor)
Sólarstuðull. Hlutfall heildarorkuflæðis sem berst í gegnum gler. Orka sem fer í gegn og orka sem gler sýgur í sig.

RWdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Hljóðeinangrun á venjulegum heimilishljóðum.

RA trdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Sama og RWdB en meira tillit er tekið til umferðarhávaða.