Eldvarnargler er gler sem veitir brunamótstöðu og vernd gegn eldi. Með eldvarnargleri er þannig hægt að halda aftur af eldi í ákveðinn tíma, sem veitir öryggi og svigrúm við rýmingu húsnæðis.

Eldvarnargler er skilgreint með stöfunum E, EI og EW sem standa fyrir mismunandi eiginleika glersins og einnig er glerið skilgreint með tölustöfum sem tákna mínútur.

E veitir vernd gegn reyk og eldtungum og stendur fyrir þéttleika glers. Þannig myndi E60 veita vernd í 60 mínútur áður en glerið færi að gefa sig.

EI veitir vernd gegn hitageislun og myndi þá EI60 veita vernd í 60 mínútur áður en glerið færi að gefa sig.

EW veitir auka hitageislunarvernd fyrstu mínúturnar en er þó ekki jafn mikil vörn og EI. EW30 myndi þá veita vernd gegn reyk og eldtungum í 30 mínútur og aukalega hitageislunarvernd fyrstu mínúturnar.

Íspan á til EW30 Pyroguard Impact á lager en við bjóðum, að sjálfsögðu, uppá fjölmargar aðrar tegundir af eldvarnargleri.

Vírgler er einnig hægt að nota sem eldvarnargler og veitir það vörnina E30

Pyroguard – almennar upplýsingar

Pyroguard – vottun framleiðanda

 

ÁRÍÐANDI UPPLÝSINGAR um eldvarnargler

Athugið að við geymslu, flutning og ísetningu eldvarnarglers, verður að gæta sérstakrar varúðar.
Alls ekki má glerja eldvarnargler ef kantlímband er skemmt eða rofið, þar sem límbandið ver rúðuna fyrir raka í falsinu. M
ikilvægt er að meðhöndla glerið með varúð til að forðast að skemma límbandið.
Þegar eldvarnargler er sett í glugga verður eldvarnarglerið að snúa inn, skoðið merkingar á rúðunni.
Forðist að láta eldvarnarrúðu standa úti í sólarljósi, en sólarljós má alls ekki skína beint á eldvarnarglerið.
Nauðsynlegt er að breiða yfir eldvarnargler ef það stendur úti á rekka.
Athugið að föls verða alltaf að vera loftræst.
Hafið ávallt í huga að eldvarnargler er mjög viðkvæm vara.

Tæknilegar upplýsingar

Pyroguard 7,2 mm EW 30 Eldvarnargler
Úttekt á eldvarnarprófunum:
Hér að neðan má sjá niðurstöður og tilvísanir vegna nokkurra mismunandi prófana á Pyroguard 7,2 mm eldvarnargleri.
Til útskýringar, er í fremsta dálki nafn þeirrar stofnunar sem framkvæmdi tiltekna prófun, í dálki 2 er vísað í sjálfa prófunina, í dálki 3 er getið um tegund glugga, í dálki 4 er stærð glersins sem notað var í prófuninni og að síðustu í dálki 5 er tíminn sem glerið hélt, í viðkomandi prófun.

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við sérfræðinga Íspan.

Prófunarstofnun Tilvísun Umgjörð Stærð glers Þéttleiki í mínútum
LPC TE 86012 Harðviður 995 * 995 38 mín.
Yarsley J80531/11
Indicative
Harðviður 937 * 937 51 mín.
Warrington C80630 Harðviður 712 * 1392 30 mín.
CSI Italy Milan C S10517 RF Stál 1200 * 1200 54 mín.
LPC TE 86012 Stál 995 * 995 51 mín.
SP Boras Sweden 95
R 12724A
Stál 1200 * 1500 64 mín.