Gler til varnar upplitunar

Samlímt öryggisgler veitir mikla og góða vörn gegn upplitun. Samlímt öryggisgler er gler sem búið er til úr tveimur eða fleiri skífum af gleri sem límt er saman með sérstakri filmu. (Sjá nánar “Öryggisgler”) Filman sem límir skífurnar saman veitir vörn þegar glerið brotnar en þá fara brotin ekki um allt heldur haldast þau saman. Þessi filma gerir það einnig að verkum að samlímt öryggisgler er einstaklega góð vörn gegn upplitun.

Þannig myndi samlímt öryggisgler henta vel í húsnæði þar sem stórir gluggar eru og mikil sól skín í gegn. Glerið veitir þá vörn gegn upplitun á parketi, húsgögnum, listaverkum og öllu öðru sem sólin skín á.