Hamrað gler er sérstaklega unnið gler þannig að mynstur er pressað í glerið. Það er hægt að nota þar sem hindra þarf innsýn eða einfaldlega til skrauts. Glerið er oftast glært en einnig er hægt að fá það í ákveðnum litum. Mynstrið í hömruðu gleri er pressað í glerið í lok bræðslu þess. Annar flötur glersins er sléttur og hinn mynstraður. Hægt er að sandblása slétta flöt glersins.

Mikilvægt er að gefa stærð hamraðs glers alltaf upp í breidd X hæð svo mynstrið liggi rétt í glugganum.

Eigum gríðarlega fjölbreytt úrval af hömruðu gleri á lager.