Hert gler er tilvalið til notkunar við aðstæður þar sem nauðsynlegt er að gler hafi mikinn styrkleika. Hert gler er einnig mjög gott að nota þar sem hitabreytingar eru miklar.

Hert gler er mjög höggþolið og u.þ.b fimm sinnum sterkara en venjulegt flotgler af sömu þykkt.

Ef hert gler brotnar gerist það með miklum krafti og glerið brotnar mjög smátt, sem dregur úr slysahættu en getur á sumum stöðum t.d. í svalahandriði verið hættulegt, þar sem við brot hverfur tilætluð vörn. Í þessum tilvikum væri ráð að skoða samlímt gler eða samlímt hert gler.

Hert gler hefur verið vinsæll kostur í t.d. milliveggi, glerhurðir og annað þess háttar. Við bjóðum einnig upp á emalerað hert gler sem er meðhöndlað á sama hátt og annað hert gler en önnur hlið þess er þakin málningu sem sett er á þegar glerið er hitað og hert. Emalerað hert gler hefur alla sömu eiginleika og annað hert gler og er spennandi valkostur sem gott er að hafa í huga bæði utanhúss og innan.