Hljóðvarnargler

Vaxandi umferð bíla og hávaði í umhverfinu hefur kallað á öflugri hljóðeinangrun híbýla. Hljóðvarnargler er, eins og nafnið gefur til kynna, gler sem veitir einangrun gegn hávaða. Þannig hentar hljóðavarnargler í húsnæði nálægt umferðargötum og þar sem truflun er vegna flugumferðar eða á öðrum hávaðasömum stöðum.

Almennt má segja að hljóðeinangrun fari eftir þyngd byggingarhluta. Því þyngri sem byggingarhlutinn er þeim mun betri hljóðeinangrun veitir hann. Þykkar og þungar rúður veita betri hljóðeinangrun og mismunandi þykkt glerskífanna í tvöfaldri rúðu dregur úr leiðni hljóðs inn í vistarverur. Þess vegna eru hafðar tvær þykktir í tvöföldu gleri og jafnvel þrjár þykktir í þreföldu. Þykktaraukning á milli glerskífanna þarf helst að vera 50% eða meiri.

Hægt er að auka hljóðeinangrunina enn meira með því að hafa aðra glerskífuna samlímda (lamineraða) með pvc-filmu á milli tveggja glerskífa. Hámarkseinangrun er svo náð með því að fylla loftrúmið milli glerjanna með eðlisþungu gasi.