Leiðbeininingar um upplímingu lakkaðs glers og spegla

Lakkað gler er hægt að nota sem klæðning á milli skápa í eldhúsum, á sturtuklefum, innréttingum, hurðum, á tússtöflur og margt fleira.

Hægt er að fá lakkað gler í hvaða lit sem er. Bjóðum einnig mismunandi glerþykktir til lökkunar.

Eigum til á lager 6 mm þykkt svartlakkað gler, hvítlakkað gler og hvítlakkað extraglært gler.

Hægt er að fá sandblásinn texta og fleira í lakkað gler.