Öryggisgler er gler sem búið er til úr tveimur eða fleirum skífum af gleri sem límt er saman með sérstakri öryggisfilmu. Filman gerir það að verkum að ef glerið brotnar  haldast glerbrotin saman í stað þess að falla niður eins og ef venjulegt flotgler brotnar. Þannig fæst aukin vörn gegn innbrotum og einnig gegn slysum þegar gler brotnar.

Öryggisgler veitir einnig afbragðs vörn gegn upplitun. Þannig ver glerið gólfefni, húsgögn og málverk gegn upplitun af völdum sólarljóss.

Öryggisgler er mikið notað í veggi innanhúss, hurðir, þakglugga, handrið og á öðrum stöðum þar sem ítrasta öryggis þarf að gæta, öryggisgler er t.d. alltaf notað í framrúður bifreiða.

Hert samlímt öryggisgler: með því að herða glerið verður höggþol þess mun meira, en það heldur eftir sem áður þeim eiginleika öryggisglersins að hanga saman þó það brotni.

Tæknilegar upplýsingar

Öryggislger

Samsetning mm. Teg. Þykkt U-gildi W/m2K Loft UV% LT% LR% DET% ER% EA% SF% RWdB RAthB Þyngd Kg/m2
6 mm ör. (3/3) Einfalt 6,38 5,6 1 89 8 77 7 16 81 33 26 16
8 mm ör. (4/4) Einfalt 8.38 5,6 1 88 8 74 7 19 79 35 32 21
12 mm ör. (6/6) Einfalt 12,38 5,4 1 86 8 69 7 24 75 35 32 30
6 mm ör.  12 mm bil   6 K-gler Tvöfalt 22,38 1,6 1 72 12 54 14 32 35 38 30 26

 

Hert Gler

Flotgler mm. Teg. U-gildi W/m2K Loft UV% LT% LR% DET% ER% EA% SF% RWdB RAtrdB Þyngd Kg/m2
4 Einfalt 5,8 62 90 8 84 8 8 86 30 26 10,0
5 Einfalt 5,8 59 89 8 83 7 10 85 30 27 12,5
6 Einfalt 5,7 1,9 1,7 36 73 7 12 84 31 28 15,0
8 Einfalt 5,7 1,9 1,7 32 73 7 15 82 32 30 20,0
10 Einfalt 5,6 1,9 1,7 34 72 7 18 80 34 31 25,0
12 Einfalt 5,6 1,6 1,4 28 67 7 21 78 35 32 30,0
15 Einfalt 5,5 1,4 1,2 28 67 6 33 70 37 34 37,5
19 Einfalt 5,4 1,2 1,0 21 62 6 38 66 38 35 47,5

Útskýringar á skammstöfunum:

U-gildi W/m2K
Hitatapsstuðull. MAgn hita mælt í wöttum sem tapast á 60 mínútum í gegnum einn fermetra af gleri þegar hitamismunur innan og utan glers er 1° Kelvin.

UV% (Ultra violet)
Útfjólubláir geislar. Hlutfall útfjólublárra geisla sem berast gegnum glerið.

LT% (Light transmission)
Flæði ljóss. Hlutfall ljóss sem berst gegnum gler.

LR% (Light reflection)
Endurkast ljóss. Hlutfall ljóss sem kastast af gleri.

DET% (Direct energy transmission)
Beint orkuflæði. Hlutfall sólarorku sem berst í gegnum gler.

ER% (Energy reflection)
Endurkast orku. Hlutfall sólarorku sem kastast af gleri.

EA% (Energy absorption)
,,Orkusog”. Hlutfall sólarorku sem gler sýgur í sig.

SF% (Solar factor)
Sólarstuðull. Hlutfall heildarorkuflæðis sem berst í gegnum gler. Orka sem fer í gegn og orka sem gler sýgur í sig.

RWdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Hljóðeinangrun á venjulegum heimilishljóðum.

RA trdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Sama og RWdB en meira tillit er tekið til umferðarhávaða.