Sólvarnargler

Sólvarnargler er gler sem ætlað er að draga úr áhrifum sólarljóss og minnka gegnumstreymi hita. Sólvarnargler er oft notað sem hluti af öðru einangrunargleri eins og Climaplus gleri eða hljóðvarnargleri.

Cool-lite SKN er hágæða sólvarnargler sem óhætt er að segja að uppfylli flestar kröfur sem gerðar eru til sólvarnarglers, hvort sem talað er um útlit og áferð glersins eða notagildi. Einangrunargildi Cool-lite SKN er 1,3 U, sem gerir það að verkum að ekki er nauðsynlegt að nota einangrunargler (Climaplus) með því. Það uppfyllir þó kröfur byggingareglugerða varðandi einangrunargler. Í boði eru tvær tegundir Cool-lite SKN, 154 og 176 sem hafa mismunandi áferð og mis mikið gegnumflæði ljós- og hitageisla.

Cool-lite ST-108 er sólvarnargler sem við höfum boðið umppá um nokkurra ára skeið. Það er einstakt þar sem varla er fáanlegt sambærilegt gler hvað varðar gegnumflæði ljós- og hitageisla. Cool-lite ST-108 er með mikilli spegiláferð að utanverðu og er dökkt (brúnt) að sjá þegar horft er út. Með Cool-lite ST-108 gleri er gegnumflæði sólarljóss einungis 11% og gegnumflæði hita einungis 7%. Cool-lite ST-108 er því sérlega góður kostur t.d. í skrifstofubyggingar og á aðra vinnustaði þar sem hitamyndun frá gluggum er mikil.

Sólgler brúnt, grænt og grátt. Litað sólgler dregur úr sólarljósi og hita og gefur ákveðið útlit að utan. Góður kostur sem sólarvörn auk þess að setja skemmtilegan svip á þær byggingar sem það hefur verið valið í. Litað sólgler er einnig hægt að nota innanhúss, t.d í milliveggi, hurðir o.fl.

Einnig bjóðum við eftirfarandi tegundir sólvarnarglers, sem við eigum yfirleitt til á lager: Sunergy, Stopsol Super Silver og Stopsol Classic. Þess utan getum við útvegað flestar gerðir glers frá okkar birgjum erlendis.

ATH! Sólvarnargler veitir ekki vörn gegn upplitun. Sjá gler til varnar upplitun.

Tæknilegar upplýsingar

Cool Lite ST-108

Samsetning mm Þykkt LT% LR% EA% SF%
6 / 12 / 6 (samsett) 22 mm 6 39 54 12

 

Cool Lite SKN-154

Samsetning mm Þykkt LT% LR% EA% SF%
6 / 12 / 6 (samsett) 22 mm 50 34 41 28

 

Cool Lite SKN-176

Samsetning mm Þykkt LT% LR% EA% SF%
6 / 12 / 6 (samsett) 22 mm 70 15 13 37

 

Litað sólvarnargler

Litur Þykkt LT% LR% EA% SF%
Brúnn 6 mm (einfalt) 51 6 45 62
Brúnn 8 mm (einfalt) 41 5 53 55
Brúnn 6 /12 / 6 mm (samsett) 45 8 51 51
Grænn 6 /12 / 6 mm (samsett) 73 7 51 57
Grænn 8 mm (einfalt) 68 6 58 52
Grænn 6 /12 / 6 mm (samsett) 68 11 55 46
Grár 6 mm (einfalt) 44 5 49 59
Grár 8 mm (einfalt) 34 5 58 52
Grár 6 /12 / 6 mm (samsett) 39 7 55 48

 

Stopsol classic clear

Samsetning mm. Þykkt LT% LR% EA% SF%
6 mm (einfalt) 6 mm 63 34 12 67
6 / 12 / 6 (samsett) 24 mm 34 37 20 46

 

Sunergy

Samsetning mm. Þykkt LT% LR% EA% SF%
6 mm (einfalt) 6 mm 68 9 37 67
6 / 12 / 6 (samsett) 24 mm 61 12 43 51

 

Stopsol supersilver clear

Samsetning mm. Þykkt LT% LR% EA% SF%
6 mm (einfalt) 6 mm 63 34 12 67
6 / 12 / 6 (samsett) 24 mm 58 37 20 59

 

Útskýringar á skammstöfunum:

U-gildi W/m2K
Hitatapsstuðull. Magn hita mælt í wöttum sem tapast á 60 mínútum í gegnum einn fermetra af gleri þegar hitamismunur innan og utan glers er 1° Kelvin.

UV% (Ultra violet)
Útfjólubláir geislar. Hlutfall útfjólublárra geisla sem berast gegnum glerið.

LT% (Light transmission)
Flæði ljóss. Hlutfall ljóss sem berst gegnum glerið.

LR% (Light reflection)
Endurkast ljóss. Hlutfall ljóss sem endurkastast af glerinu.

DET% (Direct energy transmission)
Beint orkuflæði. Hlutfall sólarorku sem berst í gegnum glerið.

ER% (Energy reflection)
Endurkast orku. Hlutfall sólarorku sem endurkastast af glerinu.

EA% (Energy absorption)
,,Orkusog”. Hlutfall sólarorku sem glerið dregur í sig.

SF% (Solar factor)
Sólarstuðull. Hlutfall heildarorkuflæðis sem berst í gegnum gler. Orka sem fer í gegn og orka sem gler dregur í sig.

RWdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Hljóðeinangrun á venjulegum heimilishljóðum.

RA trdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Sama og RWdB en meira tillit er tekið til umferðarhávaða.