Sólvarnargler

Sólvarnargler er gler sem ætlað er að draga úr áhrifum sólarljóss og minnka gegnumstreymi hita. Sólvarnargler er oft notað sem hluti af öðru einangrunargleri.

Cool-lite SKN er hágæða sólvarnargler sem óhætt er að segja að uppfylli flestar kröfur sem gerðar eru til sólvarnarglers, hvort sem talað er um útlit og áferð glersins eða notagildi. Í boði eru tvær tegundir Cool-lite SKN, 154 og 176 sem hafa mismunandi áferð og mis mikið gegnumflæði ljós- og hitageisla.

Cool-lite ST-108 er sólvarnargler sem við höfum boðið umppá um nokkurra ára skeið. Það er einstakt þar sem varla er fáanlegt sambærilegt gler hvað varðar gegnumflæði ljós- og hitageisla. Cool-lite ST-108 er með mikilli spegiláferð að utanverðu og er dökkt (brúnt) að sjá þegar horft er út. Cool-lite ST-108 er því sérlega góður kostur t.d. í skrifstofubyggingar og á aðra vinnustaði þar sem hitamyndun frá gluggum er mikil.

ATH! Sólvarnargler veitir ekki vörn gegn upplitun. Sjá gler til varnar upplitunar.

Allar helstu upplýsingar má finna í eftirfarandi bæklingum:

Cool-lite SKN 154
Cool-lite SKN 176
Cool-lite ST 108

Tæknilegar upplýsingar

Cool Lite ST-108

Samsetning mm Þykkt LT% LR% EA% SF%
6 / 12 / 6 (samsett) 22 mm 6 39 54 12

 

Cool Lite SKN-154

Samsetning mm Þykkt LT% LR% EA% SF%
6 / 12 / 6 (samsett) 22 mm 50 34 41 28

 

Cool Lite SKN-176

Samsetning mm Þykkt LT% LR% EA% SF%
6 / 12 / 6 (samsett) 22 mm 70 15 13 37

 

Litað sólvarnargler

Litur Þykkt LT% LR% EA% SF%
Brúnn 6 mm (einfalt) 51 6 45 62
Brúnn 8 mm (einfalt) 41 5 53 55
Brúnn 6 /12 / 6 mm (samsett) 45 8 51 51
Grænn 6 /12 / 6 mm (samsett) 73 7 51 57
Grænn 8 mm (einfalt) 68 6 58 52
Grænn 6 /12 / 6 mm (samsett) 68 11 55 46
Grár 6 mm (einfalt) 44 5 49 59
Grár 8 mm (einfalt) 34 5 58 52
Grár 6 /12 / 6 mm (samsett) 39 7 55 48

 

Stopsol classic clear

Samsetning mm. Þykkt LT% LR% EA% SF%
6 mm (einfalt) 6 mm 63 34 12 67
6 / 12 / 6 (samsett) 24 mm 34 37 20 46

 

Sunergy

Samsetning mm. Þykkt LT% LR% EA% SF%
6 mm (einfalt) 6 mm 68 9 37 67
6 / 12 / 6 (samsett) 24 mm 61 12 43 51

 

Stopsol supersilver clear

Samsetning mm. Þykkt LT% LR% EA% SF%
6 mm (einfalt) 6 mm 63 34 12 67
6 / 12 / 6 (samsett) 24 mm 58 37 20 59

 

Útskýringar á skammstöfunum:

U-gildi W/m2K
Hitatapsstuðull. Magn hita mælt í wöttum sem tapast á 60 mínútum í gegnum einn fermetra af gleri þegar hitamismunur innan og utan glers er 1° Kelvin.

UV% (Ultra violet)
Útfjólubláir geislar. Hlutfall útfjólublárra geisla sem berast gegnum glerið.

LT% (Light transmission)
Flæði ljóss. Hlutfall ljóss sem berst gegnum glerið.

LR% (Light reflection)
Endurkast ljóss. Hlutfall ljóss sem endurkastast af glerinu.

DET% (Direct energy transmission)
Beint orkuflæði. Hlutfall sólarorku sem berst í gegnum glerið.

ER% (Energy reflection)
Endurkast orku. Hlutfall sólarorku sem endurkastast af glerinu.

EA% (Energy absorption)
,,Orkusog”. Hlutfall sólarorku sem glerið dregur í sig.

SF% (Solar factor)
Sólarstuðull. Hlutfall heildarorkuflæðis sem berst í gegnum gler. Orka sem fer í gegn og orka sem gler dregur í sig.

RWdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Hljóðeinangrun á venjulegum heimilishljóðum.

RA trdB (Noise reduction factor)
Hljóðvarnarstuðull. Sama og RWdB en meira tillit er tekið til umferðarhávaða.