Sprossar milli glerja

Sprossar eru listar sem settir eru á milli glerja til að láta líta út fyrir að gluggi hafi fleiri pósta en hann í raun hefur. Þannig er hægt að búa til t.d. franska glugga með því einu að skipta um gler og setja sprossa á milli. Listarnir inni í glerinu eru viðhaldsfríir.

Það eru fleiri möguleikar í stöðunni en að setja sprossa á milli glerja því einnig er hægt að setja t.d. rimlagardínur á milli glerja sem stjórnað er utan við rúðuna. Þetta er mjög hentugt þar sem þarf að vera hægt að hindra útsýni eða loka fyrir sólarljós. Gardínurnar í glugganum þarf auðvitað ekki að þrífa og losnar fólk þannig við leiðinda ryk sem sest gjarnan á rimlagardínur.