Sýruþvegið gler

Sýruþvegið gler er gler sem hefur verið meðhöndlað á ákveðinn hátt til að fá fram áferð sem svipar til sandblásturs. Útlitið á sandblásnu gleri og sýruþvegnu gleri er mjög svipað en sýruþvegna glerið er mun mýkra viðkomu. Það er auðveldara að þrífa sýruþvegna glerið og það kámast síður en sandblásna glerið.

Sýruþvegið glerið er hægt að nota með öðrum glertegundum eða til að mynda í sturtuklefa, handrið eða annað slíkt.